spot_img
HomeFréttirGolden State Warriors - Siglt að efsta sætinu

Golden State Warriors – Siglt að efsta sætinu

 

Þessi upphitun er hluti af spá karfan.is fyrir NBA tímabilið sem hófst 25. október.

 

Hérna er spá Karfan.is fyrir Austurströndina

 

Áður birt:

15. sæti – Los Angeles Lakers

14. sæti – Phoenix Suns

13. sæti – Sacramento Kings

12, sæti – Denver Nuggets

11. sæti – New Orleans Pelicans

10. sæti – Minnesota Timberwolves

9. sæti – Dallas Mavericks

8. sæti – Houston Rockets

7. sæti – Oklahoma City Thunder

6. sæti – Portland Trail Blazers

5. sæti – Memphis Grizzlies

4. sæti – Utah Jazz

3. sæti – San Antonio Spurs

2. sæti – Los Angeles Clippers

 

 

 

Golden State Warriors

 

Heimavöllur: Oracle Arena

Þjálfari: Steve Kerr

 

Helstu komur: Kevin Durant, Zaza Pachulia, David West.
Helstu Brottfarir: Andrew Bogut, Harrison Barnes, Festur Ezeli.

 

Það er bara eiginlega ekkert hægt að segja sérstaklega mikið um þetta Warriors lið, þeir unnu 73 leiki í fyrra og fara svo og bæta við sig topp 3 leikmanni í deildinni. Ég viðurkenni fúslega að ég er búinn að skrifa þetta lið inn í efsta sæti deildarinar og það frekar sannfærandi. Ekki nóg með það að Durant sé kominn þá hafa þeir fengið Zaza Pachulia og David West á minimum samningum, Javale McGee mun svo sjá um brandarana í klefanum.

 

Styrkleikar liðsins eru besta byrjunarlið NBA sögunnar, frábær skyttur, frábærir varnarmenn, frábærir sendingarmenn, frábær þjálfari, frábær stemning og Javale Mcgee. Veikleikar liðins eru gríðarlega fáir, breiddin er ekki eins góð og í fyrra og kannski situr tapið í vor eitthvað í þeim. Javale McGee er líka veikleiki.

 

Líklegt byrjunarlið í fyrsta leik:

PG – Steph Curry
SG – Klay Thompson
SF – Kevin Durant
PF – Draymond Green
C – Zaza Pachulia

 

Gamlinginn: David West (36), er ennþá frábær leikmaður þó hann sé orðinn mjög hægur.
Fylgstu með: Javale McGee. Fullt hús skemmtunar.

 

Spá 68-14 – 1. Sæti.

Fréttir
- Auglýsing -