spot_img
HomeFréttirGolden State Warriors er NBA meistari 2017

Golden State Warriors er NBA meistari 2017

Fimmti leikur í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar fór fram í nótt þar sem Golden State Warriors gat tryggt sér titilinn með sigri á Cleveland Cavaliers. Svo varð staðreyndin er Golden State vann 129-120 í mögnuðum leik. 

 

 

Gangur leiksins:

 

Gestirnir frá Cleveland virtust vera ákveðnari og sterkari í upphafi leiks. Golden State var aldrei langt undan og var munurinn einungis þrjú stig eftir fyrsta leikfjórðunginn. Golden State fóru hinsvegar að finna fjölina fyrir hálfleikinn þar sem Kevin Durant fór fyrir sínum mönnum. Staðan í hálfleik 71-60 Golden State í vil. 

 

André Igudala steig síðan heldur betur upp í seinni hálfleik. Tókst loksins að hitta þriggja stiga skotum og var gríðarlega öflugur á báðum endum vallarins. Hinu megin var það JR Smith sem hitti hreinlega öllum boltum sem hann hennti í loftið. Um miðjan fjórða leikhluta var orðið ljóst í hvað stefndi. Liðin skiptust á körfum og Cavaliers gat ekki stoppað Warriors til að bjarga lífi sínu. Allur vindur virtist úr varnarleik gestanna og Golden State unnu að lokum 129-120. Gríðarlegur fögnuður braust út þegar leiknum lauk og ljóst var að Golden State væru NBA meistarar í annað skipti á þremur árum. 

 

MIkilvægasti leikmaður lokaúrslitanna:

 

Kevin Durant var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna þetta árið. Síðasta leikinn endaði hann með 39 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Hann hefur fengið nokkra gagnrýni fyrir ákvörðun sína að ganga til liðs við Golden State en hann sýndi það í þessu lokaeinvígi að hann er einn allra besti leikmaður heims í dag. 

 

Heiðurs MVP: 

 

Lebron James endaði þetta úrslitaeinvígi með þrefalda tvennu að meðaltali í leik. Síðasta leikinn endaði hann með 46 stig og 13 fráköst. Hann dróg vagninn algjörlega fyrir Cleveland en það var hreinlega ekki nóg gegn jafn sterku liði eins og Golden State Warriors eru í dag. 

 

Kjarninn:

 

Þetta Golden State lið var hreinlega alltof gott og vel spilandi til að nokkurt lið kæmist nálægt því í þessari úrslitakeppni. Cleveland gaf þeim samt góða leiki og náði ótrúlegum stigafjölda gegn jafn sterku varnarliði og Golden State er. Þrátt fyrir að Golden State sé stjörnum prítt lið þá má ekki gleyma því að liðið spilar frábæran körfubolta. Boltinn gengur vel á milli og menn spila sem lið. 

 

Staðreyndin er sú að Golden State á nú að baki tvo titla á þremur árum og ansi líklegt að liðið haldi sama kjarna næstu árin. Takist það eru miklar líkur á að sigurhátíðin verði árleg í Oakland næstu árin. Nú er það annarra liða að bæta sín lið og ansi áhugavert að sjá hvernig Cleveland bregst við þessu tapi. Og já…. Javale McGee er NBA meistari. 

 

Tölfræði leiksins

 

Fréttir
- Auglýsing -