spot_img
HomeFréttirGóður sigur á Portúgal

Góður sigur á Portúgal

 

Undir 18 ára lið drengja leikur þessa dagana á Evrópumóti í Tallinn í Eistlandi. Í dag sigruðu þeir Portúgal, 65-56, í leik upp á 9.-12. sæti. Þeir munu því spila lokaleik sinn á morgun, gegn Belgíu, upp á hvort að liðið lendir í 9. eða 10. sæti á mótinu.

 

Ísland var betri aðilinn allt frá fyrstu mínútu. Þeir leiddu með 6 stigum eftir fyrsta leikhluta, 23-17, en þegar í hálfleik var komið var sá munur kominn upp í 15 stig, 39-24.

 

Í seinni hálfleiknum héldu þeir svo þessari forystu nokkuð vel. Voru enn 11 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 52-41, en sigra leikinn svo að lokum með 9 stigum, 65-56.

 

Atkvæðamestur íslensku drengjanna í dag var Hilmar Henningsson, en hann skoraði 15 stig, tók 4 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum á þeim tæpu 32 mínútum sem hann spilaði.

 

Mynd / FIBA

 

 

Hérna er meira um liðið

Hérna er tölfræði leiksins

Hérna er meira um mótið

 

Hérna er leikur dagsins:

Fréttir
- Auglýsing -