spot_img
HomeFréttirGóður endasprettur Íslands ekki nóg gegn Ísrael

Góður endasprettur Íslands ekki nóg gegn Ísrael

Undir 16 ára stúlknalið Íslands mátti í dag þola tap fyrir Ísrael í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Svartfjallalandi, 86-77.

Atkvæðamestar fyrir Ísland í leiknum voru Erna Ósk Snorradóttir með 22 stig, 3 fráköst og Ísold Sævarsdóttir með 9 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar.

Úrslit dagsins gera það því miður að verkum að Ísland mun enda í þriðja sæti riðils síns og leika því næst um sæti 9-16 á mótinu, en samkvæmt skipulagi væri næsti leikur þeirra á dagskrá komandi fimmtudag kl. 19:00 líklega gegn Rúmeníu eða Bretlandi.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -