spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMartin drjúgur í sigri gegn Bonn

Martin drjúgur í sigri gegn Bonn

Martin Hermannsson og Alba Berlin lögðu Bonn í kvöld í þýsku úrvalsdeildinni, 90-69. Leikurinn var sá næst síðasti í deildarkeppninni, en í þeirri síðustu mæta þeir toppliði Bayern Munich.

Martin lék tæpa 21 mínútu í leiknum og skilaði 13 stigum og 4 stoðsendingum.

Eftir leikinn er Alba Berlin í öðru sæti deildarinnar með 25 sigra, 2 sigrum fyrir neðan Bayern Munich sem eru í efsta sætinu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -