Egill Einarsson eða Gillz segir frá því á Twitter að hann hafi skorað á Fannar Ólafsson margfaldan íslandsmeistara í þriggja stiga keppni á dögunum. Báðir eru þeir í Helsinki að fylgja landsliðunum í körfubolta og fótbolta.
Egill viðurkennir að áskorurnin hafi komið til í „ölæði“ en báðir eiga að fá fimm skot. Þá segir hann að fyrrum landsliðsþjálfarinn Sigurður Ingimundarson hafi sett sinn pening undir að Egill hefði sigurinn.
Hvar keppnin verður haldin og hvenær hefur ekki komið fram en ljóst er að um áhugaverða keppni er að ræða. Fannar Ólafsson verður seint þekktur fyrir að vera mikil skytta. Á meðan setti Egill Einarsson þessa ótrúlegu þriggja stiga körfu í stjörnuleiknum 2009 sem sjá má hér að neðan.
Í ölæði í gær signaði ég mig inn í 3stigakörfukeppni við @fannar_olafsson. 5 skot. Siggi Ingimundar legend er með cashið sitt á Vöðvingjanum
— Egill Einarsson (@EgillGillz) September 3, 2017