spot_img
HomeFréttirGeta Breiðablik og Hamar jafnað einvígin á heimavelli?

Geta Breiðablik og Hamar jafnað einvígin á heimavelli?

 

Úrslitakeppni 1. deildar karla heldur áfram í kvöld. Bæði Valur og Fjölnir unnu fyrstu leiki sína og eru því bæði með eins leiks forystu í seríum sínum gegn heimaliðum kvöldsins, Breiðablik og Hamar. Þessir fyrstu leikir unnust þó báðir með innan 10 stigum, þar sem að Valur sigraði Breiðablik 95-88 og Fjölnir Hamar 88-76. Því má búast við vlð spennuleikjum í kvöld.

 

Í 1. deild kvenna er einnig einn leikur, en í honum taka Fjölnisstúlkur á móti KR í Dalhúsum. Fyrir leikinn eru KR í 3. sæti deildarinnar með 8 stig, en Fjölnir í því 4. og enn án sigurs í vetur. Leikurinn er sá síðasti í 1. deildinni þetta árið áður en að úrslit Þórs Akureyri og Breiðabliks um sæti í Dominos deildinni hefjast þann 25. næstkomandi.

 

Hérna er staðan í 1. deild kvenna

 

 

 

 

Leikir dagsins

Úrslitakeppni 1. deild karla:
Breiðablik Valur – kl. 19:15
Hamar Fjölnir – kl. 19:30

1.deild kvenna:
Fjölnir KR – kl. 18:00
 

Fréttir
- Auglýsing -