spot_img
HomeFréttirGerði eitt stig í tapleik gegn Spáni

Gerði eitt stig í tapleik gegn Spáni

{mosimage}

 

(Manu Ginobili) 

 

Manu Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni, gerði aðeins eitt stig þegar Argentína lá gegn Spánverjum í Madrídarmótinu 79-67. Ginobili segir að frammistaða sín valdi sér ekki áhyggjum í æfingaleikjum svo framarlega að hann standi sig þegar á HM verður komið.

 

„Frammistaða mín í leiknum var lök en ég er ekkert að fara á taugum yfir því,“ sagði Manu Ginobili eftir leikinn.

 

„Það gæti reynst hættulegt ef þessi tölfræði myndi fylgja mér yfir á HM í Japan,“ sagði Ginobili en Argentína er í riðli með heimsmeisturum Serbíu og Svartfellingum, Frakklandi, Líbanon, Nígeríu og Venesúela.

 

Manu sagði enn fremur að argentínska liðið hefði haft lítinn tíma til þess að samhæfa sig og hafði fulla trú á því að liðið yrði tilbúið fyrir átökin í Japan.

 

Mynd: www.fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -