spot_img
HomeFréttirGeorgian Court lutu í lægra haldi í úrslitunum - Hanna verðlaunuð fyrir...

Georgian Court lutu í lægra haldi í úrslitunum – Hanna verðlaunuð fyrir leik kvöldsins

Hanna Þráinsdóttir og Georgian Court Lions máttu þola tap fyrir Dominican í úrslitaleik úrslitakeppni CACC deildarinnar í kvöld, 81-65. Á 33 mínútum spiluðum skilaði Hanna 12 stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu og 3 vörðum skotum.

Með sigri hefði liðið sjálfkrafa tryggt sig inn í úrslitakeppni NCAA 2. deildarinnar. Þrátt fyrir tapið, sem var þeirra fyrsta í vetur, eygja þær þó enn von um að vera valdar til þess að taka þátt þar sem þær voru efstar í sinni deild. Tilkynnt verður á sunnudagskvöldið hvort þeim verði boðið í NCAA úrslitakeppnina eða ekki.

Hanna hefur til þessa skilað góðu framlagi til Georgian Court í vetur, 10 stig og 8 fráköst að meðaltali í leik. Þá fékk hún fyrir leik kvöldsins verðlaun fyrir að vera sá leikmaður allra liða í mótinu sem skilað hefur hæstri meðaleinkunn í námi sínu.

Tölfræði leiks

Umfjöllun um leik

Fréttir
- Auglýsing -