spot_img
HomeFréttirGeof Kotila: Munum spila á íslenskum leikmönnum

Geof Kotila: Munum spila á íslenskum leikmönnum

22:15

{mosimage}
(Geof Kotila, þjálfari Snæfells)

Snæfell var spáð 5. sæti í Iceland Express-deildinni en þeir tefla fram nýjum erlendum þjálfara í vetur, Geof Kotila, sagði í viðtali við Karfan.is að hans lið ætti töluvert inni fyrir tímabilið en í vor yrði liðið vonandi sterkt.

„Það er of snemmt að segja hversu sterkir við verðum en það eru mörg góð lið í deildinni og allir virðast geta unnið alla.” sagði Geof við Karfan.is. „Ég vona að í vor verði liðið orðið það sterkt að við getum barist um titilinn en eins og staðan er í dag tel ég liðið eiga töluvert í land.”

Snæfell hefur fengið sterka leikmenn eins og Hlyn Bæringsson og Sigurð Þorvaldsson til liðsins og gerir Geof ráð fyrir því að þeir muni ekki styrkja sig meir. „Við stefnum á að spila á íslenskum strákum í vetur en við verðum með aðeins einn Bandaríkjamann. Við munum kannski taka inn Evrópumann seinna í vetur en eins og staðan er í dag, geri ég fastlega ráð fyrir að svo verði ekki.”

Varðandi breidd liðsins sagði Geof. „Ég hef alltaf trúað því að til þess að ná árangri þarf að nota bekkinn. Þegar lengra er leitað á bekkinn eru þar ungir íslenskir strákar. Ég er viss um að þeir muni fá tækifæri til að spila en eins og er veit ég ekki hversu mikið.”

Karfan.is spáði Snæfell 6. sætinu í vetur – sjá hér.

Stebbi@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -