spot_img
HomeFréttirGemlingarnir komu, sáu og sigruðu

Gemlingarnir komu, sáu og sigruðu

Fimm lið og 15 leikmenn mættu til að taka þátt í Streetball móti KFÍ á sólríkum sunnudegi. Á endanum voru það Gemlingarnir sem stóðu uppi sem sigurvegarar og hlutu í verðlaun 15” pizzu að eigin vali og 2L Coke í boði Hamraborgar.
Gemlingarnir sigruðu Óskars Mavericks í úrslitaleiknum 11 – 6. Það má segja að þeir hafi slegið meistarana út því uppistaðan í Óskars Mavericks voru leikmenn úr liði The Coolios sem unnu mótið í fyrra. Önnur lið sem tóku þátt voru Fúsíjama BCI, Transformers og Spalding og færum við þeim öllum bestu þakkir fyrir þátttökuna. Það er ljóst að þarna voru mættir færustu körfuboltaleikmenn Ísafjarðar.
 
Fréttir
- Auglýsing -