spot_img
HomeFréttirGatorade-leikmaður sjöttu umferðar: Nathan Walkup

Gatorade-leikmaður sjöttu umferðar: Nathan Walkup

Sigur Fjölnis á Íslands- og bikarmeisturum KR var eitt af þeim atriðum sem bar hvað hæst í sjöttu umferð Iceland Express deildar karla. Nathan Walkup leikmaður Fjölnis fór mikinn í leiknum gegn KR og hefur Karfan.is ákveðið að útnefna hann Gatorade-leikmann sjöttu umferðar. Nathan er því annar Fjölnismaðurinn til að hljóta nafnbótina en Árni Ragnarsson var Gatorade-leikmaður þriðju umferðar.
 
Fjölnir lagði KR 100-96 síðastliðinn föstudag þar sem boðið var upp á æsispennandi lokasprett. Nathan gerði 27 stig í leiknum, tók 14 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal tveimur boltum.
 
Fjölnismenn eru í 5.-9. sæti deildarinnar með 6 stig eins og Þór Þorlákshöfn, ÍR, Snæfell og Njarðvík. Nathan sagðist vera að venjast boltanum hérlendis þegar Karfan.is hitti á hann en það sem færri vita er að hann lék í Big 12 riðlinum í bandaríska háskólaboltanum með Texas A&M gegn köppum á borð við Blake Griffin.
 
 
Mynd/ [email protected] – Walkup með 12 svellkaldar Gatorade 
Fréttir
- Auglýsing -