spot_img
HomeFréttirGatorade-leikmaður fjórðu umferðar: Níels Dungal

Gatorade-leikmaður fjórðu umferðar: Níels Dungal

 
Níels Dungal er Gatorade-leikmaður fjórðu umferðar í Iceland Express deild karla. Níels leiddi ÍR til sigurs gegn Snæfell í fjórðu umferð með magnaðri frammistöðu á báðum endum vallarins. Níels splæsti í 30 framlagsstig með 14 stig, 14 fráköst og 5 stoðsendingar. Sigur ÍR var þýðingarmikill þar sem liðið hafði tapað tveimur síðustu deildarleikjum áður en þeir mættu Snæfell.
Níels leiddi ÍR til sigurs í leiknum með dyggri aðstoð frá Eiríki Önundarsyni og Nemanja Sovic, Ellert Arnarson lagði einnig í púkkið en ÍR-liðið lék aldrei betur en þegar Níels var innan vallar.
 
,,Þetta er ekkert flókið, nýji uppáhalds drykkurinn minn er Gatorade,“ sagði Níels sæll með kippuna af Gatorade sem hann fékk að gjöf ásamt nafnbótinni. ,,Nú förum við næst á Krókinn og mér hefur alltaf fundist erfitt að spila í Síkinu. Stólarnir voru að tapa naumlega í framlengingu gegn Snæfell í Stykkishólmi og Bárður er kominn við stjórnartaumana og þá veit maður bara að þetta verður mikil barátta. Stólarnir eru ekki með mikla breidd en þeir eru samt með 5-7 mjög góða leikmenn,“ sagði Níels en veit hann hver staðan er á borgaralega klæddu liðsfélögum sínum, þeim Sveinibirni og Jimmy Bartolotta?
 
,,Það lítur allt út fyrir að Jimmy verði með á föstudag og leiki þá með einhverja andlitsgrímu en Sveinbjörn er meira spurningamerki.“
 
Fréttir
- Auglýsing -