Matthew Hairston fór á kostum með nýliðum Þórs úr Þorláskhöfn í elleftu umferð Iceland Express deildar karla þegar Þórsarar lögðu Hauka í Icelandic Glacial Höllinni. Hairston splæsti í heil 49 framlagsstig í 82-76 sigri nýliðanna.
Hairston var með 30 stig í leiknum, 17 fráköst, 9 varin skot, 1 stoðsendingu og 1 stolinn bolta. Í þessum rituðu orðum stendur Hairston í ströngu í tólftu umferð deildarinnar þar sem Þórsarar eru nú að taka á móti Íslands- og bikarmeisturum KR.