spot_img
HomeFréttirGartrell og Andrea framlengja í Njarðvík

Gartrell og Andrea framlengja í Njarðvík

Andra Björt Ólafsdóttir og Nikitta Gartrell hafa báðar framlengt samninga sína við kvennalið Njarðvíkur. Gartrell leiddi liðið á síðasta tímabili með 23,4 stig, 11,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.
 
 
Andrea Björt var með 3,7 stig, 4,2 fráköst og 1,8 stoðsendingu að meðaltali í leik á síðasta tímabili en Njarðvíkingar munu leika í 1. deild kvenna á komandi vertíð. Þegar hafa grænar misst frá sér miðherjann Salbjörgu Sævarsdóttur sem leika mun með Hamri en þangað skipti hún á dögunum.
 
Í tilkynningu frá Njarðvíkingum segir að flestir leikmenn liðsins verði áfram utan Salbjargar og er henni þakkað sérstaklega fyrir samstarfið síðastliðin ár.
 
„Stjórn UMFN, þjálfari og leikmenn hafa sett sér það markmið að komast aftur í hóp þeirra bestu eftir næstu leiktíð. Leikmannahópurinn er sterkur og metnaðurinn mikill,“ segir ennfremur í tilkynningunni.
 
Mynd/ Andrea Björt tekur slaginn með Njarðvík í 1. deild kvenna á næsta tímabili.
  
Fréttir
- Auglýsing -