spot_img
HomeFréttirFyrsti sigur FSu

Fyrsti sigur FSu

Leikjum kvöldsins er nú nokið, Grindavík gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í Ljónagryfjuna, 102-99. KR sigraði Tindastól með miklum yfirburðum 106-71 og í Smáranum var æsispennandi leikur þar sem FSu menn unnu sinn fyrsta sigur í vetur 104-100.
 
Páll Axel Vilbergsson var sjóðheitur í Gryfjunni og skoraði 32 stig, hitti úr 8 af 12 þriggja stiga skotum, næstur honum kom Ólafur Ólafsson með 20 stig. Magnús Gunnarsson var stigahæstur heimamanna með 21 stig en þrír leikmenn skoruðu 16 stig.
 
Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur KR inga í kvöld með 19 stig en Semaj Inge skoraði 17. Kenney Boyd skoraði 21 fyrir Tindastól og Svavar Birgisson 17.
 
Richard Williams var í miklu stuði í Smáranum og skoraði 38 stig og tók 10 fráköst í fyrsta sigri FSu manna í vetur.Næstur honum kom Aleksas Zimnickas með 24 stig. Jonathan Scmidt var stigahæstur heimamanna með 22 stig en John Caldwell var með 21.
 
 
Mynd: Gilsi
 
Fréttir
- Auglýsing -