spot_img
HomeFréttirFyrsti deildarleikur Styrmis á miðnætti þriðjudag "We call him Storm"

Fyrsti deildarleikur Styrmis á miðnætti þriðjudag “We call him Storm”

Landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Íslandsmeistara Þórs Styrmir Snær Þrastarson ákvað að halda vestur um haf til Bandaríkjanna fyrir komandi tímabil til þess að leika með háskólaliði Davidson í NCAA körfuboltadeildinni í Bandaríkjunum.

Ólíkt tímabilinu á Íslandi, fer deildin þar nokkuð seinna af stað og er búin fyrr, þrátt fyrir að samkvæmt skipulagi séu þar fleiri deildarleikir heldur en í Subway deildinni. Fyrsti deildarleikur Styrmis er á dagskrá á miðnætti þriðjudag á íslenskum tíma gegn Delaware Blue Hens heima í John M. Belk höllinni í Davidson, Norður Karólínu.

Háskólatímabilið 2021-22 fer af stað í beinni útsendingu á ESPN Player!

Síðustu daga hefur skólinn verið að bjóða nýliða sína velkomna með því að senda hverjum og einum myndskilaboð frá fyrrum leikmönnum skólans. Hér fyrir neðan má sjá það þegar að Styrmir fékk nokkur heilræði fyrr í dag, en samkvæmt færslu skólans mun hann vera kallaður Storm innan körfuknattleiksdeildarinnar.

Karfan og ESPN í gjafastuði – Vilt þú vinna aðgang að ESPN?

Fréttir
- Auglýsing -