Snæfell vann Breiðablik í Kópavogi 81-62 í kvöld í Iceland Express deild karla. Blikar byrjuðu leikinn betur en sóknarleikur Snæfells virkaði þunglamalegur. Blikar leiddu 18-14 eftir fyrsta fjórðung. Um miðjan annan leikhluta komust Snæfellingar yfir 22-23. Blikar skiptu þá aftur þremur leikmönnum inn á sem hvíldir höfðu verið í byrjun leikhlutans en það skipti engu. Snæfellingar héldu áfram að salla niður stigunum og tóku stórt stökk rétt fyrir leikslok þegar þeir náðu ríflega tíu stiga forskoti, 29-40.
Þeir náðu sextán stiga forskoti, 51-26, snemma í þriðja fjórðungi en þá tóku Blikar við sér og minnkuðu muninn í sjö stig, 54-47. Nær komust þeir ekki, staðan eftir þriðja fjórðung var 48-58 og undir lokin stungu Snæfellingar af.
John Davies skoraði flest stig heimamanna, 20. Í liði gestanna skoraði Jón Ólafur Jónsson, 27 stig. Hlynur Bæringsson lék vel, skoraði 18 stig og tók 21 frákast.
Tölfræði leiksins
Gunnar Gunnarsson