spot_img
HomeFréttirFultz, Ball og Tatum valdir fyrstir í nýliðavalinu

Fultz, Ball og Tatum valdir fyrstir í nýliðavalinu

 

Nýliðaval NBA deildarinnar fór fram í kvöld við hátíðlega athöfn í Barclays Center í Brooklyn New York. Með fyrsta valrétti völdu Philadelphia 76ers leikmann Washington háskólans, Markelle Fultz. Annan völdu Los Angeles Lakers leikmann UCLA háskólans, Lonzo Ball. Með þriðja valréttinum tóku Boston Celtics svo leikmann Duke háskólans, Jayson Tatum.

 

Fyrstu fimm leikmenn í valinu voru allir að koma af sínu fyrsta ári í háskóla, en mun það vera í fyrsta skipti sem að slíkt á sér stað. Einnig er merkilegt að með vali De´Aaron Fox, frá Kentucky háskólanum númer fimm til Sacramento Kings, hefur þjálfari skólans, John Calipari nú verið í 10 ár í röð með leikmann valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins. Eru þeir nú orðnir 33 í heildina sem hafa komið frá honum og Kentucky háskólanum inn í deildina síðan árið 2009.

 

Einhverjar stærstu fréttir kvöldsins voru hinsvegar þær að lið Chicago Bulls og Minnesota Timberwolves lögðu til skipti þar sem að stjörnuleikmaður Bulls, Jimmy Butler, fer til Minnesota, en í staðinn fá Bulls þá Kriss Dunn, Zach Lavine og 7. valrétt þessa nýliðavals, sem reyndist vera finninn Lauri Markkanen.

 

 

Fyrstu 15 í nýliðavalinu:

1. Philadelphia 76ers – Markelle Fultz

2. Los Angeles Lakers – Lonzo Ball

3. Boston Celtics – Jayson Tatum

4. Phoenix Suns – Josh Jackson

5. Sacramento Kings – De´Aaron Fox

6. Orlando Magic – Jonathan Isaac

7. Minnesota Timberwolves – Lauri Markkanen

8. New York Knicks – Frank Ntilikina

9. Dallas Mavericks – Dennis Smith

10. Sacramento Kings – Zach Collins

11. Charlotte Hornets – Malik Monk

12. Detroit Pistons – Luke Kennard

13. Denver Nuggets – Donovan Mitchell

14. Miami Heat – Bam Adebayo

15. Portland Trail Blazers – Justin Jackson

 

 

Hérna er hægt að sjá hverjir voru valdir í nýliðavalinu

 

Hérna er hægt að skoða einkunnagjöf The Ringer fyrir hvert val

Fréttir
- Auglýsing -