Síðasta spá bandaríska körfuboltamiðilsins Bleacher Report fyrir nýliðavalið í NBA deildinni hefur verið gefin út. Mikið hefur verið rætt og ritað með hvaða leikmenn liðin muni velja og í hvaða röð þau gera það annað kvöld þegar að valið fer fram. Eitt hafa flestir miðlar þó flestir verið sammála um og það er að bakvörðurinn frá Washington, Markelle Fultz, verði valinn fyrstur allra. Boston Celtics fengu upphaflega úthlutað fyrsta valréttinum (í gegnum Brooklyn Nets) eftir lottóið sem að liðin fara í gegnum fyrir nýliðavalið, en fyrr í vikunni skiptu þeir um sæti við Philadelphia 76ers (sem fengu upphaflega 3. valréttinn) og því er gert ráð fyrir að Fultz fari til 76ers með fyrsta valrétt.
Einhverjar vangaveltur hafa verið með hvern Los Angeles Lakers taki með öðrum valrétti sínum, líklegastur allra hefur þótt UCLA ungstirnið Lonzo Ball, en Bleacher Report staðfesta það í þessari spá sinni. Í raun og verunni þykja aðeins tveir leikmenn líklegir til þess að enda í lilluðu og gulu, Ball og Kentucky leikmaðurinn De´Aron Fox, en báðir leika þeir stöðu leikstjórnanda og eru skipti Lakers á D´Angelo Russell til Brooklyn Nets á dögunum talin benda enn frekar til þess að nýr leikstjórnandi sé á leiðinni í liðið.
Með þriðja valrétt nýliðavalsins eru Boston Celtics taldir líklegir til að velja lítinn framherja Kansas háskólans, Josh Jackson.
Tveir leikmenn sem munu spila gegn Íslandi á Eurobasket í Finnlandi komandi haust eru taldir muni fara snemma í valinu. Samkvæmt þessari spá Bleacher Report mun frakkinn Frank Ntilikina fara númer 8 til New York Knicks og haldið er að finninn Lauri Markkanen fari með 12. valrétt til Charlotte Hornets.
Efstu 10 í spá Bleacher Report:
1. Markelle Fultz – Philadelphia 76ers
2. Lonzo Ball – Los Angeles Lakers
3. Josh Jackson – Boston Celtics
4. Jonathan Isaac – Phoenix Suns
5. De´Aron Fox – Sacramento Kings
6. Jayson Tatum – Orlando Magic
7. Dennis Smith Jr. – Minnesota Timberwolves
8. Frank Ntilikina – New York Knicks
9. Malik Monk – Dallas Mavericks
10. Justin Jackson – Sacramento Kings
Hérna má lesa spá þeirra í heild