spot_img
HomeFréttirFrumkvöðlasamningur framlengdur til 2016-2017

Frumkvöðlasamningur framlengdur til 2016-2017

Reykjavíkurslagur KR og ÍR fer fram í DHL Höllinni í vesturbænum í kvöld en DHL hefur tekið upp á því að bjóða frítt inn á leikinn. Tilefnið fyrir þessum myndarlega gjörningi fyrirstækisins er að fyrir leik verður nýr fimm ára samningur við KR framlengdur og mun DHL Höllin halda nafni sínu út tímabilið 2016-2017. Atli Freyr Einarsson framkvæmdastjóri DHL á Íslandi sagði Karfan.is í dag að DHL Höllin væri fyrsti leikvöllurinn á Íslandi til þess að bera nafn styrktaraðila.
 
,,Við erum að bjóða á leikinn í tilefni af nýja samningnum. Við höfum verið með DHL Höllina í tíu ár og þessi nýji samningur gildir út tímabilið 2016-2017. DHL Höllin er orðin vel þekktur heimavöllur og er fyrsti heimavöllurinn hérlendis sem skírður er eftir styrktaraðila,” sagði Atli en samstarf KR og DHL hófst á þessum grundvelli árið 2002.
 
,,Nú bjóðum við öllum í DHL Höllina til þess að njóta skemmtilegs leiks sem þessir slagir KR og ÍR eru yfirleitt. Jafnan eru þetta toppleikir án tillits til stöðu liðanna í deildinni þar sem heiðurinn er að veði. Ég er vissum að Herbert ætli sér sigur í kvöld og þessi leikur hefur eflaust nokkra þýðingu fyrir hann,” sagði Atli en Herbert Arnarson þjálfari ÍR hefur leikið með báðum liðum og þjálfað bæði lið.
 
,,Við höfum reynt eftir fremsta megni að styrkja við íþróttalífið og þar af leiðandi það forvarnargildi sem íþróttir hafa. Þetta höfum við gert víða um land en helst þó í kringum t.d. starfsstöðvar okkar á Suðurnesjum og í Reykjavík en einnig annars staðar úti á landi. Að mínu mati er það eitt af hlutverkum fyrirtækja að styrkja við bakið á íþróttahreyfingunni, að minnsta kosti í sínu nánasta umhverfi.
  
Fréttir
- Auglýsing -