spot_img
HomeFréttirFrómasinn er góður!!

Frómasinn er góður!!

Frómas frá Selfossi vann götuboltamót sem haldið var á Hellu síðasta laugardag. Mótið var hluti af bæjarhátíðinni Töðugjöld en 13 lið mættu til leiks. Þurfti að færa mótið inn vegna veðurs.
Ungmennafélagið Hekla stóð að mótinu og var mæting mjög góð að sögn skipuleggjenda. Sex lið af svæðinu tóku þátt ásamt fimm aðkomuliðum.
 
Leikið var upp í 11 stig eða í átta mínútur. Liðunum var skipt í tvo riðla og tvö efstu liðin lék í kross til undanúrslita.
 
Frómas fékk í verðlaun gistingu með kvöld- og morgunverði á hótel Klaustri.
 
Eftirtaldir gáfu verðlaun:
Hótel Klaustur
Gallerý Pizza Hvolsvelli
Golfklúbburinn Strönd
Golfklúbburinn Hellishólum
 
Myndir af mótinu má sjá hér en Algirdas Slapikas tók þær.
 
Umf. Hekla vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem tóku þátt í mótinu fyrir drengilega og mjög skemmtilega keppni og vonast til að sjá alla hressa að ári.
 
Ljósmynd/Algirdas Slapikas Það var vel mætt á götuboltamótið sem leikið var á dúk.
Fréttir
- Auglýsing -