11:14
Á nýjum stað
Það fór ekki jafnvel hjá þeim Allan Iverson og Chauncey billups í fyrstu leikjum þeirra félaga eftir leikmannaskiptin á dögunum. Iverson og Detroit Pistons töpuðu fyrir New Jersey 103-96 á meðan Billups og Denver Nuggets lögðu Dallas Mavericks, 108-105. Iverson gerði 24 stig og Billups 15 stig.
Fleiri stuttar fréttir og slúður hér að neðan…
Jordan vill eiga Bobcats
Goðsögnin Michael Jordan, sem á hluta í Charlotte Bobcats hefur gefið það út að hann vilji gjarna eignast meirihluta í liðinu ef Bob Johnson skyldi einhverntíma vilja selja hlut sinn.
Þrátt fyrir að hafa tapað miklum fjárhæðum á liðinu er ekkert fararsnið á Johnson, sem varð fyrsti blökkumaðurinn til að eignast liði í stóru atvinnumannadeildunum í Bandaríkjunum.
Jordan kom til liðs við klúbbinn árið 2006 og hefur síðan tekið flestar stórákvarðanir hjá liðinu, þar á meðal ráðning Larry Brown í sumar. Gengi liðsins í upphafi leiktíðar hefur verið upp og ofan þar sem þeir hafa unnið 2 leiki og tapað 3.
Meiðsli:
Kirk Hinrich frá í 3 mánuði
Tony Parker frá í 2-4 vikur
Deron Williams frá í 4-6 vikur
Josh Smith frá í 2-4 vikur
Sloan fyrstur yfir 1000 sigra með einu liði
Jerry Sloan, þjálfari Utah Jazz til nærri tveggja áratuga, vann í fyrrakvöld sinn 1000. leik með liðinu og varð því fyrsti þjálfarinn til að ná þeim áfanga með einu liði.
Heildarárangur hans með Jazz og Chicago Bulls er 1094-717, sem sá fjórði besti frá upphafi, en Sloan er hvergi nærri hættur. Hann hefur lýst því yfir að hópurinn sem hann hafi nú yfir að ráða sé einn sá skemmtilegasti sem hann hefur haft og er víst í viðræðum um framlengingu á samningi sínum.
Al Harrington settur út úr liði Golden State
Al Harrington hjá Golden State Warriors hefur verið settur út úr leikmannahópi þar sem hann hefur lýst yfir vilja sínum ti að verða skipt í burt.
Honum verður eflaust að ósk sinni bráðlega en hann er miðpunkturinn í fjölmörgum sögusögnum. M.a. hefur nafn Eddy Curry, sem er negldur á bekkinn hjá NY Knicks, verið fleygt í þessu samhengi, en þó laun þeirra félaga passi vel saman passar Curry ekki mjög vel inn í leikstíl Don Nelson hjá Warriors. Því hefur verið rætt um 3ja liða skipti og getur verið að Gerald Wallace hjá Bobcats kæmi inn í jöfnuna.
Houston úr stuttbuxum í jakkaföt
Bakvörðurinn Allan Houston, sem hætti vegna meiðsla árið 2005, hefur verið ráðinn í starf aðstoðarmanns Donnie Walsh, forseta NY Knicks. Houston, sem átti sín bestu ár í Stóra Eplinu, hefur tvisvar reynt að koma aftur sem leikmaður en útilokaði það endanlega í haust.
McDyess eftirsóttur
Antonio McDyess var ekki til í að ganga til liðs við Denver Nuggets í þriðja skiptið á ferlinum, en honum var skipt með Chauncey Billups fyrir Allen Iverson. Denver borguðu honum 6 milljónir dala af þeim 15 sem hann átti eftir af samningi og eru víst 17 NBA-lið á eftir honum. Hann gæti farið aftur til Detroit, en er víst frekar svekktur með að hafa verið skipt, þannig að meistaralið Boston Celtics er líklegra.
Mullins á leið frá Golden State
Gamla stórskyttan Chris Mullins er sennilega búinn að missa stöðu sína sem framkvæmdastjóri Golden State Warriors. Forseti klúbbsins er búinn að reka nánasta samstarfsmann Mullins en veigrar sér við að reka hinn geysivinsæla Mullins sem er einn besti leikmaður allra tíma hjá liðinu. Sá sem er að vinna gegn Mullins er einmitt hans gamli lærifaðir, Don Nelson, sem hefur hugsað sér að draga sig út úr þjálfun og færa sig í stöðu Mullins.
ÞJ
Heimildir: Yahoo! sports, www.si.com ofl.