spot_img
HomeFréttirFriðrik Ragnarsson: Á ekki von á köldum kveðjum

Friðrik Ragnarsson: Á ekki von á köldum kveðjum

{mosimage}

 

 

(Páll Axel með bikarmeistaratitil Grindavíkur á síðustu leiktíð) 

 

Friðrik Ragnarsson gerði garðinn frægan með Njarðvíkingum og er margfaldur Íslandsmeistari með félaginu, bæði sem leikmaður og þjálfari. Nú hefur Friðrik söðlað um og tekið við Grindvíkingum af nafna sínum Friðriki Rúnarssyni sem um þessar mundir er aðstoðarlandsliðsþjálfari og verðandi framkvæmdastjóri KKÍ. Hópur Grindavíkurliðsins er töluvert breyttur frá seinustu leiktíð en þeir Guðlaugur Eyjólfsson, Pétur Guðmundsson og Helgi Jónas Guðfinnsson hafa gefið það út að þeir muni ekki leika með liðinu á næstu leiktíð.

 

Grindvíkingar hafa gert eins árs samning við danska bakvörðinn Adam Darboe, sem lék með Hørsholm og er danskur landsliðmaður fæddur 1986. „Adam var með um 17 stig á leik í dönsku deildinni síðasta vetur og mér líst bara vel á hann,“ sagði Friðrik í samtali við Karfan.is. Þá hafa Grindvíkingar einnig fengið til liðs við sig Aleksandar Ivanovic sem lék með Fjölni á síðustu leiktíð. Karfan.is hefur einnig greint frá því að Grindvíkingar hafa fengið til liðs við sig 23 ára gamlan framherja að nafni Steven Thomas.

 

„Við munum taka þátt í æfingamóti í Njarðvík en förum ekki í Valsmótið. Við förum einnig erlendis 18. september þar sem við leikum nokkra æfingaleiki,“ sagði Friðrik. „Liðið er töluvert breytt frá seinustu leiktíð og aðrir leikmenn verða að fylla skörð þeirra sem eru farnir og ungu strákarnir þurfa að stíga upp,“ sagði Friðrik og viðurkenndi að það hefði kitlað að fara aftur á bekkinn og taka upp stjórnartaumana. „Ég hef verið viðloðandi íþróttina síðan ég þjálfaði Njarðvík en hef ekki verið að þjálfa síðustu tvö ár og þegar þetta verkefni datt inn þá ákvað ég að slá til,“ sagði Friðrik sem telur að Grindvíkingar verði í toppbaráttunni í vetur.

 

„Við verðum með gott lið,“ sagði Friðrik og átti ekki von á því að fá kaldar kveðjur frá Njarðvíkingum þegar Grindvíkingar myndu mæta í Ljónagryfjuna. „Það er engin hætta á öðru en að Njarðvíkingar taki vel á móti mér,“ sagði Friðrik að lokum.

Fréttir
- Auglýsing -