Dominos deildar lið Þórs og þjálfari þeirra Friðrik Ingi Rúnarson hafa ákveðið að slíta samstarfi sínu samkvæmt fréttatilkynningu félagsins.
Ástæðan er sú mikla óvissa sem ríkir í samfélaginu um þessar mundir vegna Covid-19 faraldursins, en samkvæmt tilkynningunni mun þetta vera gert í góðu samkomulagi beggja aðila.
Friðrik Ingi var með Þór þetta tæplega eina tímabil, en þegar þurfti að aflýsa því á dögunum var liðið í 9. sæti deildarinnar.