spot_img
HomeFréttirFriðrik Ingi: Það er enginn ótti í okkur

Friðrik Ingi: Það er enginn ótti í okkur

 

Undir 18 ára lið drengja heldur til Kisakallio í Finnlandi snemma í fyrramálið til þess að taka þátt í Norðurlandamóti þessa árs. Við heyrðum í þjálfara liðsins, Friðrik Inga Rúnarssyni og spurðum hann aðeins út í hvernig undirbúningurinn hefur gengið og hver séu markmið liðsins á mótinu.

 

Hvernig hefur undirbúningur fyrir mótið gengið?

"Undirbúningur hefur gengið prýðilega en hann miðast fyrst og fremst við Evrópukeppnina, lítum á NM sem undirbúning fyrir hana. Liðið er ekki fullmótað og ekki á þeim stað sem við viljum vera á en það kemur."

"Markmiðið er að leikmenn öðlist dýpri og meiri þekkingu á körfubolta, svona almennt séð og að þegar sumarið rennur sitt skeið verði leikmenn betri, innan sem utan vallar."

 

Hverskonar körfubolta spilar liðið?

"Við viljum keyra upp hraðann og spila hraðan bolta, nýta okkur opin þriggja skot í hraðaupphlaupum fáum við þau en jafnframt höfum við verið að vinna mikið með leikskilning leikmanna þegar komið er á hálfan völl."

 

Hverjir eru helstu veikleikar/stykleikar hópsins?

"Við höfum verið að leggja mikla áherslu á varnarleikinn en hann verður að vera í lagi til að liðið nái frekar árangri, við erum ekki með mikla hæð svo það verða allir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að varnarvinnu og fráköstum."

 

Er eitthvað hægt að ráða í styrkleika/veikleika liðanna sem leikið verður gegn?

Hvaða lið á að vera það besta í þessum flokk?

"Ég veit svo sem ekki mikið hvernig aðrar þjóðir eru í þessum árgöngum núna en hef til hliðsjónar úrslit frá því að liðið tók þátt í U16. Ef miðað er við þau úrslit er á brattann að sækja en það er enginn ótti í okkur, allir staðráðnir í að leggja sig fram og gera sitt allra besta."

 

Hver eru markmið liðsins fyrir mótið?

"Markmið liðsins fyrir NM er að bæta sig, bæta leik liðsins frá degi til dags. Það er mikill lærdómur fólginn í svona mótum og mjög mikilvægt að leikmenn átti sig á því. Þetta er þolinmæðisvinna og allir á sömu blaðsíðu með hvert við viljum fara. Við viljum verða betra lið og leikmenn læri og verði betri í körfubolta þegar upp verður staðið. Með það í farteskinu fara þeir inn í framtíðina."

 

Leikir liðsins:

Mánudag 26.06 gegn Finnlandi

Þriðjudag 27.06 gegn Noregi

Miðvikudag 28.06 gegn Svíþjóð

Fimmtudag 29.06 gegn Danmörku

Föstudag 30.06 gegn Eistlandi

 

 

Liðið skipa:

Arnór Sveinsson  Keflavík
Bjarni Guðmann Jónsson  Skallagrímur
Gabríel Sindri Möller  Njarðvík
Hákon Örn Hjálmarsson  ÍR
Hilmar Pétursson  Haukar
Hilmar Smári Henningsson  Haukar
Hlynur Logi Ingólfsson  Fjölnir
Ingvar Hrafn Þorsteinsson  ÍR
Ísak Sigurðarson  Haukar
Nökkvi Már Nökkvason  Grindavík
Orri Hilmarsson  KR
Sigvaldi Eggertsson  KR

Þjálfari: Friðrik Ingi Rúnarsson
Aðstoðarþjálfari: Lárus Jónsson

 

Hægt verður að fylgjast með lifandi tölfræði frá leikjum liðsins hér, sem og verða fréttir daglega af leikjum liðsins inni á karfan.is.

 
Fréttir
- Auglýsing -