spot_img
HomeFréttirFriðrik: Erum fullmannaðir!

Friðrik: Erum fullmannaðir!

16:00

{mosimage}

Grindvíkingar hafa verið iðnir við kolann undanfarið og hópur liðsins fyrir næstu leiktíð er orðinn ansi þéttur. Í bland við þann hóp sem var að leika með liðinu á síðustu leiktíð hafa sterkir leikmenn á borð við Brenton Birmingham, Damon Bailey, Arnar Frey Jónsson og Bojan Popovic ákveðið að skella sér í gult. Þá eru Grindvíkingar s.s. komnir með Bandaríkjamann í Bailey og einn Evrópubúa í Popovic en spurningin er hvort þeir fái Adama Darboe aftur í sínar raðir.

 

„Ég lít á Arnar Frey sem leikstjórnandann svo ég á ekki von á því að Darboe komi aftur í raðir Grindavíkur á næstu leiktíð,“ sagði Friðrik Pétur Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga í samtali við Karfan.is. „Okkar leikmannahópur er eiginlega lokaður núna og við fullmannaðir,“ en hvað finnst honum um að nú sé fólk farið að ræða um að Grindvíkingar séu þegar orðnir Íslandsmeistarakandídatar á næstu leiktíð?

 

„Ég veit ekkert um það en það er okkar að vinna úr þessu og þetta er einn besti hópur sem við höfum verið með í langan tíma. Við munum byrja að æfa saman skipulega upp úr miðjum júlí en menn hafa verið á léttum æfingum undanfarið,“ sagði Friðrik.

 

Svona er ekki ósennilegt að Grindvíkurliðið líti út á næstu leiktíð:

 

Brenton Birmingham

Damon Bailey

Bojan Popovic

Páll Axel Vilbergsson

Þorleifur Ólafsson

Páll Kristinsson

Arnar Freyr Jónsson

Helgi Jónas Guðfinnsson

Davíð Páll Hermannsson

Ólafur Ólafsson

Jóhann Ólafsson

Morten Þór Szmied­owicz

Ármann Örn Vilbergsson

Björn S. Brynjólfsson

Þorsteinn Finnbogason 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -