spot_img
HomeFréttirFramtíðin mætti hetjunum sínum í Keflavík

Framtíðin mætti hetjunum sínum í Keflavík

Drengir í minibolta 10-11 ára í Keflavík fengu góða heimsókn á dögunum þegar nokkrir leikmenn meistaraflokks karla litu við á æfingu hjá þeim í Heiðarskóla. Strákarnir, sem allir fylgjast vel með gangi mála í Domino´s deildinni, stóðust ekki mátið að fá að spreyta sig gegn ekki ómerkari mönnum en Deane Williams og Domynikas Milka. Það var því skipt í lið og slegið upp pick up bolta móti þar sem ekkert var gefið eftir og mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Þjálfarar drengjanna eru þeir Sigurður Friðrik Gunnarsson og Sindri Kristinn Ólafsson.

Fréttir
- Auglýsing -