spot_img
HomeFréttirFramlengt í fimmta sigri Sundsvall í röð

Framlengt í fimmta sigri Sundsvall í röð

Sundsvall Dragons mörðu í kvöld 99-98 heimasigur gegn Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni en framlengja varð leikinn. Akeem Wright var stigahæstur hjá Drekunum með 24 stig og 14 fráköst.
 
 
Hlynur Bæringsson átti lokaskot Sundsvall í venjulegum leiktíma, það vildi ekki niður og framlengja varð slaginn. Hlynur átti þó lokaorðið fyrir Sundsvall því í framlengingunni kom hann sínum mönnum í 99-96 þegar 12 sekúndur lifðu leiks. Gestirnir í Jamtland minnkuðu í 99-98 þegar þrjár sekúndur voru eftir og þær dugðu Sundsvall til að klára verkefnið.
 
Eins og áður greinir var Akeem atkvæðamestur hjá Sundsvall í kvöld með 24 stig og 14 fráköst. Jakob Örn Sigurðarson bætti við 21 stigi og 3 fráköstum, Hlynur Bæringsson gerði 17 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Ægir Þór Steinarsson var með 9 stig, 3 fráköst og 3 stoðsendingar og Ragnar Nathanaelsson fékk 3 mínútur í kvöld og nýtti þær í eina stoðsendingu.
 
Sundsvall hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og er í 5. sæti með 14 stig en Norrköping, Uppsala og Boras verma toppsætin með 16 stig.
  
Fréttir
- Auglýsing -