Það styttist óðar í sumarfrí hjá Memphis Grizzlies sem í nótt lentu 3-0 undir gegn San Antonio Spurs í úrslitum Vesturstrandar NBA deildarinnar. Spurs unnu framlenginguna 18-7 og leikinn 104-93.
Tony Parker var stigahæstur hjá Spurs með 26 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar. Tim Duncan bætti við 24 stigum, 10 fráköstum og 5 stoðsendingum. Mike Conley var stigahæstur hjá Grizzlies með 20 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar en þeir Marc Gasol og Zach Randolph voru báðir með tvennur, Randolph með 14 stig og 15 fráköst og Gasol með 16 stig og 14 fráköst.
Framlengja varð í stöðunni 86-86, lokaskot hjá Conley vildi ekki niður en það var gegnumbrot og erfitt skot sem var aldrei líklegt. Reynsluhundarnir í Spurs voru svo einráðir í framlengingunni og unnu hana eins og áður segir 18-7!
Fjórða viðureign liðanna fer svo fram á aðfararnótt þriðjudags og aftur á heimavelli Grizzlies.
Topp 5 tilþrif leiksins: