Frakkland mætti Póllandi í A-riðli Eurobasket fyrr í dag þar sem mikið var undir fyrir bæði lið. Þau gátu tryggt farseðilinn í 16 liða úrslit með sigri eða komið sér í góða stöðu.
Pólverjar voru mun betri í fyrri hálfleik og náðu með yfir 10 stiga forystu nánast allan háflleikinn. Þeim mistókst hinsvegar alveg að hrista Frakkana almennilega af sér og eltu þeir eins og skuggi. Örstuttur slakur kafli Póllands í fjórða leikhluta kom Frakklandi í fyrsta skipti yfir rétt í lokinn. Það var nóg því Frakkland hafði að lokum sigur 78-75.
Frakkland er þar með komið áfram og getur tekið efsta sæti riðilsins með sigri á Slóveníu á morgun. Pólverjar eiga enn séns á að koma sér áfram í 16 liða úrslit en til þess þurfa þeir að vinna Grikki á morgun.
Thomas Heurtel var lang besti maður Frakka í dag. Hann endaði með 23 stig og 6 stoðsendingar. Á blaðamannafundi eftir leik sagði hann „Syndum á okkur tvö andlit í leiknum í dag. Mjög slæmt andlit í fyrri hálfleik en mun betra andlit í þeim seinni. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og klára leikinn.“
Aaron Cel leikmaður Póllands var með 14 stig í dag en hann sagði eftir leikinn: „Við spiluðum góðan körfubolta í 32 mínútur og gáfum Frökkunum alvöru leik. Misstum damp í tvær – þrjár mínútur í fjórða leikhluta en Frakkland er svo gott lið að það var nóg fyrir þá til að ná í sigur.