Níu leikir voru á dagskrá í NBA-deildinni í nótt. Portland og New Orleans unnu sína leiki og eru því bæði lið búinn að vinna fyrstu þrjá leiki tímabilsins. Chicago unnu upp 21 stigs forystu Detroit og höfðu betur í hörkuleik.
Derrick Rose var með 39 stig fyrir heimamenn í Chicago en það jafnar hans persónulega met. Chicago jafnaði leikinn þegar fimm mínútur voru eftir en þeir voru undir allan leikinn fram að því. Að lokum hfðu þeir 10 stiga sigur. Ben Gordon, fyrrverandi leikmaður Chicago, var stigahæstur hjá Detroit með 21 stig en Detroit hafa ekki enn unnið leik á tímabilinu.
Úrslit leikja:
New York-Portland
Atlanta-Washington 99-95
Cleveland-Sacramento 104-107
Indiana-Philadelphia 99-86
Chicago-Detroit 101-91
Memphis-Minnesota 109-89
Houston-Denver 94-107
San Antonio-New Orleans 90-99
Milwaukee-Charlotte 98-88
Mynd: Derrick Rose og félagar unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu en miklar væntingar eru bundnar við lið Chicago í vetur.