spot_img
HomeFréttirFrá Íslandsmeisturunum til Fjölnis og Aftureldingar

Frá Íslandsmeisturunum til Fjölnis og Aftureldingar

Fyrr í sumar tók Hjalti Þór Vilhjálmsson við Íslandsmeisturum Vals í Subway deild kvenna eftir að ljóst var að Ólafur Jónas Sigurðarson þjálfari þeirra myndi ekki halda áfram með liðið.

Samkvæmt fréttatilkynningu Vals hafði félagið falast eftir áframhaldandi störfum Ólafs, en hann var ákveðinn í að taka sér frí frá þjálfun. Nú í sumar varð þó ljóst að það frí yrði aðeins frá meistaraflokkum, þar sem bæði staðfesti Fjölnir að hann myndi taka að sér 11. til 12. flokks drengja hjá félaginu og þá staðfesti Afturelding að hann myndi þjálfa iðkendur í 1. til 4. bekk hjá félaginu á komandi tímabili. Þá starfar hann einnig áfram sem aðstoðarþjálfari landsliðs kvenna, en næsta verkefni hjá þeim er nú í nóvember.

Fréttir
- Auglýsing -