spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFrá Hollandi heim í Smárann

Frá Hollandi heim í Smárann

Breiðablik hafa gengið frá samning við Snorra Vignisson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild karla.

Snorri er að koma aftur heim á æskuslóðir eftir að hafa verið í framhaldsnámi í Hollandi, en ásamt því að rýna í bækur hefur hann spilað síðustu tvö ár með The Hague Royals í Hollandi, í efstu og næst efstu deild.

Síðast lék Snorri með Blikum tímabilið 2020-21, en þá skilaði hann 12 stigum, 6 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -