Frá bikarmeisturunum til Hauka

Haukar hafa samið við Daða Lár Jónsson um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili í Subway deild karla.

Daði Kemur til Hauka frá bikarmeisturum Vals, þar sem hann hefur leikið síðasta rúma tímabil.

Daði er Haukafólki ekki ókunnugur en hann spilaði með liðinu tímabilið 2018-2019. Eftir það tók hann sér frí frá körfuknattleik og snéri sér að spretthlaupi þar sem hann náði í tvígang að verða Íslandsmeistari. Hann snéri til baka fyrir síðustu leiktið og samdi þá við Val.

Daði var að skila fyrir Haukaliðið 8 stigum, 4 fráköstum og tæpum 4 stoðsendingum þegar hann spilaði fyrir Hauka síðast.