spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaForráðamenn, leikmenn og fjölskyldur Selfoss kolefnisjafna félagið fyrir komandi tímabil í fyrstu...

Forráðamenn, leikmenn og fjölskyldur Selfoss kolefnisjafna félagið fyrir komandi tímabil í fyrstu deild karla

Það sem af er tímabili í fyrstu deild karla hefur Selfoss Karfa spilað einn leik og tapað. Þann 2. október síðastliðinn tapaði liðið fyrir grönnum sínum í Hrunamönnum, 81-95, á Flúðum.

Félagið hefur þó náð að vinna einhverja sigra annarstaðar en á vellinum. Líkt og vefmiðill félagsins greinir frá hafa leikmenn liðsins í tvígang farið út í náttúruna og unnið að gróðursetningu á suðurlandinu. Nú síðast um helgina fóru forráðamenn, leikmenn og fjölskyldur þeirra og gróðursettu 18 þúsund bikirplöntur, sem í framtíðinni munu vonandi skapa skjól fyrir íbúa nágranna þeirra í Þorlákshöfn.

Fréttina má lesa hér, en þar er tekið fram “Strákarnir stóðu sig afburðavel, unnu eins og hestar og hópurinn lauk verkefninu á aðeins rúmum þremur klukkustundum í ágætu veðri.”

Mætti þá leiða líkum að því að félagið hafi með þessu verkefni farið langa leið í að kolefnisjafna sig, en það er ekki lítið verk fyrir félag í fyrstu deild karla. Þar sem að lið deildarinnar eru dreifð víðsvegar um eyjuna, Reykjavík, Ísafjörður, Hornafjörður og Borgarnes meðal ferðalaga sem liðið þarf að fara í á komandi tímabili.

Myndir / Selfoss Karfa

Fréttir
- Auglýsing -