spot_img
HomeFréttirFormaður KKÍ: Þjóðir í drættinum sem vilja alls ekki mæta okkur

Formaður KKÍ: Þjóðir í drættinum sem vilja alls ekki mæta okkur

Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður KKÍ er staddur í Istanbúl þar sem hann ásamt Kristni Geir íþróttafulltrúa KKÍ en þar verða þeir viðstaddir er dregið verður í riðla fyrir Eurobasket 2017. 

 

Karfan.is heyrði í Hannesi kvöldið fyrir dráttinn og fékk að heyra frá verkefnum þeirra kumpána í Tyrklandi auk þess að heyra stöðu Íslands í evrópskum körfubolta. 

„Yfirleitt eru svona hittingar ef svo má segja notaðir til ýmissa fundarhalda. Ég var á stjórnarfundi FIBA Europe sem stóð yfir í allan dag þar sem ýmis málefni voru rædd eins og félagakeppnin. Þar eru málaferli í gangi þar sem Euroleague sem er ekki partur af FIBA Europe er að gera hluti sem aðildarlönd FIBA Europe eru ekki sátt við.“ 

 

„Svo nýja CBL deildin okkar sem hefur farið mjög vel af stað og við vonum að muni koma í stað Euroleague og að félögin þar komi frekar í keppni á vegum FIBA. Einnig var mikil umræða um EuroBasket karla og kvenna á næsta ári , ákveða keppnisstaði EM yngir liða á næsta ári svo verkefnið ONE FIBA þar sem öll löndin og álfusamböndin vinnna saman að ýmsum verkefnum þvert á körfubolta í heiminum. Þar að auki var Kristinn Geir á vinnnufundi fyrir EuroBasket karla og á fundum að undirbúa vinátttu/æfingaleiki í undirbúningnum fyrir EuroBasket.“

 

Íslenska liðið er nú í annað skiptið í röð með í pottinum er dregið er í riðla í Eurobasket en finnur Hannes að munur sé á umræðunni um liðið í þetta skipti?

„Mjög vel er talað um Ísland á öllum sviðum ekki bara A-lið karla heldur einnig A-lið kvenna en það hefur vakið mikla athygli að stelpurnar okkar unnu Ungverjaland í febrúar og að U20 sé í A-deild.“

 

„Það má segja að að það sé skrítið sé að hrósa sjálfum okkur enn við fáum einnig mikið hrós sem samband sem vinnur alla þessa hluti með mjög fá starfsmenn og mjög virka einstaklinga í alþjóða samfélaginu. Öll önnur sambönd eru með 12-210 starfsmenn að gera nánast það sama og við. Til dæmis eru nokkrar þjóðir sem öfunda okkur af sjónvarpssamningunum sem við erum með bæði við Stöð2Sport og RÚV.“ sagði Hannes og bætti við um stöðu Íslands í dag. 

 

„Við megum ekki gleyma að það er ekki bara árangri landsliðanna að þakka að við erum tekin alvarlega, það er að mörgu leyti að þakka þeirri vinnu sem Ólafur Rafnsson vann sem stjórnarmaður og svo forseti FIBA Europe.“

 

„Margt af því sem hann kom að og vildi sjá er að verða að veruleika í alþjóðlegum körfubolta. Hans arfleið lifir vel og hátt í alþjóðlegum körfubolta og það er með miklu þakklæti til hans sem margir tala og það er sérstakur heiður fyrir mig að fá að halda áfram hans vinnu.“

 

„Við öll í körfuboltasamfélaginu á Íslandi megum ALDREI gleyma að Ísland væri ekki með þau áhirf sem við höfum í dag í alþjóðlegum körfubolta nema fyrir allt það sem Óli vann og gerði. Við erum að njóta hans vinnu og verðum að hafa það í huga og vinna í hans anda, við eigum honum mikið að þakka og megum aldrei gleyma því.“

 

En að dráttinum, Ísland mun leika í riðli með Finnlandi en nokkur lið eru úr myndinni þar sem þau hafa samið við aðra gestgjafa rétt eins og við gerðum við Finna. En horfa andstæðingarnir á Ísland sem fýsilegan mótherja fyrir komandi Eurobasket? 

„Hugsanlega einhverjir enn ég finn mun minna fyrir því en fyrir tveimur árum þegar dregið var í riðla. Núna eru þjóðir sem vilja bara ekki spila við okkur þar sem þeim finnst að þau geti tapað fyrir okkur og fyrir þær þjóðir væri það niðurlægjandi að tapa fyrir okkur.“ sagði Hannes sem er staddur í Tyrklandi til að vera viðstaddur dráttinn.

 

„Líst bara vel á dráttinn og hlakka mikið til. Það stendur mikið til hér í Istanbúl og greinilegt að þetta er stór viðburður hérna.“

 

„Ég var svo heppninn að sjá og fylgjast með hluta af undirbúningum fyrir viðburðinn/dráttinn á morgun þannig að ég get lofað að þetta verður mikil hátið.“

 

Það var þá ekki annað hægt enn að fá draumariðilinn frá formanninum fyrir þetta Eurobasket:

 

„Þetta er mjög erfitt en myndi segja: Frakkland, Ítalía , Finnland, Slóvenía, Þýskaland, Ísland“

 

Fréttir
- Auglýsing -