spot_img
HomeFréttirFólk almennt sátt við breytingarnar á Poweradebikarnum

Fólk almennt sátt við breytingarnar á Poweradebikarnum

13:44 

{mosimage}

Spurningin á karfan.is upp á síðkastið hefur verið sú hvað fólki finnist um að hafa Powerade bikarkeppnina á undirbúningstímabilinu. Yfirgnæfandi meirihluta fannst það í góðu lagi eða 75% þátttakenda.

  

21,4% þátttakenda töldu hins vegar að keppnin væri of snemma og 3,6% stóð á sama um hvenær keppnin væri haldin.

 

Mótshaldarar geta því prísað sig sæla með þessa niðurstöðu og ljóst að það leggst vel, a.m.k, í lesendur Karfan.is, að hafa Powerade bikarkeppnina á undirbúningstímabilinu.

 

Nú er ný spurning komin inn á Karfan.is og spyrjum við hvort liðið verði meistari meistaranna, Haukar eða ÍS. Sjá könnun hér vinstra megin á síðunni.

Fréttir
- Auglýsing -