spot_img
HomeFréttirFlemming: Vill vera einn fyrir stórleiki

Flemming: Vill vera einn fyrir stórleiki

12:30

{mosimage}
(Geoff Kotila vann titla í Danmörku)

Flemming Stie ætti að vera Íslendingum kunnur eftir að hann lék með Tindastól á sínum tíma. Í dag þjálfar hann lið Randers Cimbra í dönsku úrvalsdeildinni en með því liði leikur Helgi Freyr Margeirsson. Flemming þekkir vel til Geoff Kotila þjálfara Snæfells en Flemming lék undir stjórn hans með Bakken bears auk þess sem Flemming var aðstoðarmaður Kotila síðasta árið hans hjá Bakken Bears. Þeir félagarnir hafa því unnið marga titla saman.


Við náðum tali af Flemming og báðum hann að lýsa Kotila.

,,Frá þeim tíma sem ég spilaði undir stjórn Kotila og svo seinna var aðstoðarmaður hans veit ég að hann er einkar umhyggjusamur þjálfari sem undirbýr lið sín mjög vandlega fyrir mikilvæga leiki. Hann er, þrátt fyrir góðan árangur í gegnum tíðina, alltaf stressaður fyrir leiki. Ég hef heyrt að Snæfell er talið sigurstranglegra gegn Fjölni  en það minnkar ekki stressið hjá Kotila.

Einn af hæfileikum Kotila er að hann er fljótur að greina vandann hjá liðinu, hvort sem er í sókn eða vörn. Hann tapar ekki yfirsýninni við að fara út í smáatriði. Hann hefur mikla reynslu og yfirvegunin skín af honum á bekknum, þó skapið sýni stundum annað.

Hann er einnig góður í að ímynda sér mismunandi hluti sem andstæðignarnir gera svo það er fátt sem kemur honum á óvart þegar í leikinn kemur.

{mosimage}
(Flemming Stie)

Ég ímynda mér að fyrir leikinn finni hann sér hljóðlátan stað utan við Höllina þar sem hann fær hlaðið batteríin og hugsar um leikinn. Ég þurfti oft að fara út fyrir húsið og finna hann fyrir leiki, man sérstaklega eftir leik í Evrópukeppninni við Reims þar sem hann hafði læðst burtu.

Ég vona að Kotila og Snæfell vinni sinni annan titil á tímabilinu og komi sterkir inn í úrslitakeppnina.”

[email protected]

Mynd: bakkenbears.com og aaifbasket.dk

Fréttir
- Auglýsing -