spot_img
HomeFréttirFleiri en eitt Veggspjald litu dagsins ljós í Síkinu

Fleiri en eitt Veggspjald litu dagsins ljós í Síkinu

Á þriðjudag birtum við eitt myndarlegt veggspjald úr viðureign Tindastóls og Snæfells þegar parketið í Síkinu var vígt í Skagafirði. Brynjar Rafn Birgisson er nú búinn að klippa saman skemmtileg tilþrif úr leiknum.
Á meðal tilþrifanna er nýtt og myndarlegt veggspjald sem Quincy Hankins Cole á heiðurinn af. Hér má sjá myndbandið í heild sinni en á 1.45mín. kemur umrætt veggspjald þar sem Cole treður með látum yfir Trey Hampton!
 
Við ætlum að gera ,,Veggspjöldunum“ góð skil í vetur og ef þú laumar á einu slíku máttu endilega deila því með okkur: [email protected]
 
Fréttir
- Auglýsing -