spot_img
HomeFréttirFlake í stað Byrd

Flake í stað Byrd

 
Darrell Flake í búning KR. Hér verst hann Clifton Cook. mynd: skagaafjordur.net

Skallagrímsmenn hafa samið við Bandaríkjamanninn Darrell Flake fyrir næsta tímabil í Iceland Express deildinni. Flake hefur áður leikið með liði KR og Fjölni við mjög góðan orðstýr. Flake lék með Fjölni á tímabilið 2004-2005 en þurfti frá að hverfa vegna meiðsla. Þá var drengurinn að setja niður um 23 stig og hrifsa um 13 fráköst á leik. Vissulega fínar tölur þar. Hin vinsæli leikmaður þeirra Borgnesinga, George Byrd hefur ákveðið að söðla um að leita sér atvinnu annars staðar næsta tímabil og hefur Karfan.is heimildir fyrir því að gríðarlegur söknuður mun vera í Borganesi eftir þessu litríka leikmanni.

Fréttir
- Auglýsing -