Fimmtánda umferð Domino´s deildar karla hefst í kvöld og eru fjórir leikir á dagskránni sem hefjast allir kl. 19:15. Grannarimma Keflavíkur og Njarðvíkur fer fram í ™-Höllinni í Keflavík, Snæfell fær Þór í heimsókn, KR heimsækir Grindavík og Tindastóll tekur á móti ÍR. Þá er einnig einn leikur í 1. deild karla en þar eigast við Hamar og Valur.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla, 19:15:
Keflavík – Njarðvík
Leikurinn verður í beinni á SportTV en Keflvíkingar fóru illa með granna sína í fyrri deildarviðureign liðanna í Ljónagryfjunni. Lokatölur voru þó aðeins 74-86 en á löngum kafla leiksins virtist allt stefna í flennistóran kjöldrátt. Með sigri í kvöld getur Keflavík jafnað Njarðvík að stigum en Keflvíkingar eru í 6. sæti deildarinnar með 16 stig en Njarðvíkingar í 4. sæti með 18 stig.
Grindavík – KR
Grindvíkingar biðu afhroð í DHL-Höllinni í fyrri viðureign liðanna, lokatölur 118-73. Annað og ferskara Grindavíkurlið virðist vera mætt til leiks núna á nýju ári og það ætti að verða straumþungt í Röstinni í kvöld. Fátt ef nokkuð bendir til annars en að KR verði deildarmeistari en Grindavík á mikið undir leik kvöldsins því eins og stendur eru þeir ekki inni í úrslitakeppninni heldur í 9. sæti með 14 stig.
Snæfell – Þór Þorlákshöfn
Fyrri leikur liðanna í Þorlákshöfn var naglbítur, lokatölur 94-96 fyrir Snæfell þar sem þristur frá Tómasi Heiðari Tómassyni fyrir sigrinum vildi ekki niður og Hólmarar fögnuðu sigri. Snæfell og Þór eru í „súpunni“ þ.e. á meðal liða í sætum 3-9. Bæði hafa þau 16 stig, Snæfell í 5. sæti en Þór í því sjöunda.
Tindastóll – ÍR
Í deildinni er himinn og haf milli þessara tveggja liða, Tindastóll í 2. sæti með 22 stig en ÍR í bullandi fallbaráttu í 10. sæti með 6 stig. Okkur segir engu að síður svo hugur að rosalegur leikur verði á boðstólunum í Síkinu í kvöld.
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Nr. | Lið | U/T | Stig | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | KR | 14/1 | 28 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
2. | Tindastóll | 11/4 | 22 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
3. | Stjarnan | 9/6 | 18 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
4. | Njarðvík | 9/6 | 18 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
5. | Snæfell | 8/7 | 16 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
6. | Keflavík | 8/7 | 16 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
7. | Þór Þ. | 8/7 | 16 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
8. | Haukar | 7/8 | 14 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
9. | Grindavík | 7/8 | 14 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
10. | ÍR | 3/12 | 6 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
11. | Fjölnir | 3/12 | 6 | ||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
12. | Skallagrímur | 3/12 | 6 |
1. deild karla
Hamar-Valur kl. 19:15
Mynd/ Davíð Eldur – Úr fyrri viðureign liðanna…menn eru s.s. ekkert að knúsast í þessum leikjum!
.jpg)