NJ Nets tóku eitt skref í rétta átt í nótt þegar þeir lögðu LA Clippers að velli og unnu þar með sinn fjórða sigur í vetur. Þegar tímabilið er rétt rúmlega hálfnað þurfa Brook Lopez og félagar hans engu að síður að hysja upp um sig til að komast hjá því að enda með versta árangur allra tíma, en þann vafasama heiður eiga Philadelphia 76ers frá tímabilinu 1972-73.
Þá unnu topplið NBA sína leiki, Lakers lögðu Indiana og Cleveland Cavaliers unnu Minnesota.
Loks má geta þess að Denver Nuggets unnu sinn áttunda sigur í röð þrátt fyrir að Carmelo Anthony væri fjarverandi vegna meiðsla.
Úrslit næturinnar/Tölfræði:
Cleveland 109 Minnesota 95
Indiana 96 LA Lakers 118
Toronto 111 Miami 103
New Jersey 103 LA Clippers 87
Detroit 93 Memphis 99
Milwaukee 91 Philadelphia 88
Oklahoma City 86 Chicago 96
San Antonio 105 Atlanta 90
Houston 92 Denver 97
Portland 95 Utah 106
Golden State 110 New Orleans 123
Mynd/AP – Keyon Dooling fagnar í sigurleik Nets í nótt
Mynd/AP – Keyon Dooling fagnar í sigurleik Nets í nótt