spot_img
HomeFréttirFjölnisstúlkur enn taplausar

Fjölnisstúlkur enn taplausar

Í gærkvöld fór fram leikur um topp baráttuna í 1.deild kvenna og áttu þar í leik Stjarnan og Fjölnir.
 
Bæði liðinn voru taplaus og var því um hörkuleik að ræða. Mikil barátta var í báðum liðum en Stjarnan virtist hafa betur fyrsta leikhlutann sem fór 12 : 11. Annar leikhluti byrjaði með látum og gáfu Fjölnis stelpurnar ekkert eftir og sigruðu annan leikhlutann 26 : 32 fyrir Fjölni.
 
Eftir að Fjölnis stelpurnar fóru að smella betur saman í vörn og fengu góð skot sem fóru ofaní endaði leikurinn með sigri 62 – 71 fyrir Fjölni.
 
 
Karl West Karlsson
 
Mynd: Tomasz Kolodziejski
 
Fréttir
- Auglýsing -