Fjölniskonur sterkari á lokasprettinum gegn nýliðunum

Í Dalhúsum var boðið upp á hörkuleik í kvöld er Þór Akureyri sótti Fjölni heim í annarri umferð Subway deildar kvenna.

Heimakonur voru skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn en Þórs stúlkur komu mjög ákveðnar til leik í þriðja leikhluta og náðu þá forsystu. Munurinn var lengst af ekki mikill og endaði þriðji leikhluti með eins stigs forystu norðankvenna.

Fjórði leikhlutinn var síðan Fjölniskvenna. Þær komum mjög einbeittar til leiks og náðu forystunni í upphafi sem þær héldu til lok leiks. Lokatölur 70-82.

Atkvæðamestar í liði Fjölnis voru Raquel De Lima með 35 stig, 8 stoð og 4 stolna bolta. Korinne Cambell tók 16 fráköst og skilaði 17 stigum Hjá Þór var Hrefna Ottósdóttir með 19 stig og þar af 5 þrista og Madison Anne með 19 fráköst og 8 stig.

Myndasafn

Tölfræði leiks

Umfjöllun, myndir / Gunnar Jónatans