spot_img
HomeFréttirFjölnir upp í 7. sæti eftir sigur á KFÍ (Umfjöllun)

Fjölnir upp í 7. sæti eftir sigur á KFÍ (Umfjöllun)

 
Fjölnir tók á móti KFÍ í Iceland Express deild karla uppi í Dalhúsum í kvöld og var búist við hörku leik milli tveggja frábærra liða. Bæði lið byrjuðu á botnkeyrslu og var ekkert gefið eftir og skiptust liðin á að skora og var leikurinn alltaf hnífjafn og endaði 1. leikhuti 20 – 20.
Hvorugt liðið náði að stinga hitt af eða ná góðu rönni í leiknum, alltaf var sterk vörn á báðum endum vallarins, grimmir Ísfirðingar létu finna fyrir sér hér í Dalhúsum og eru þeir með hættulegt lið sem getur komið í bakið á andstæðinginum um leið og tækifæri gefst, en Fjölnisstrákarnir héldu þeim vel niðri og var mjög skemmtilegur og spennandi leikur hér í kvöld.
 
Á loka mínútum þegar leikurinn var jafn og 2 mínútur eftir, náði Ægir þór að keyra á körfuna og setur niður sniðskot og er brotið á honum um leið og við það komst Fjölnir yfir og þá var ekki aftur snúið, Ægir kláraði leikinn á vítalínuni og skoraði hann 9 stig á 2 mínútum allt á vítalínunni. Ben Stywall var stigahæstur í liði Fjölnis með 32 stig.
 
Þegar ein mínúta er eftir á KFÍ sókn og þeir keyra til baka og Craig Schoen sendir boltann út í horn á Ara Gylfason sem tekur 3 stiga skot og Magni kemur aðsvífandi og blokkar skotið hjá honum, boltinn er á leið útaf þegar Hjalti nær að hoppa í hann og grýta honum í hendurnar á Magna aftur, en við það verður Nebojsa Knezevic eitthvað ósáttur og rusltalar eitthvað út í dómarann og vildi hann fá villu á Magna fyrir að verja skotið en Jón Bender dómari gaf ekki eftir og gaf honum tæknivillu og sendi hann út úr húsi og í bað. 
 
Heildarskor:
 
Fjölnir: Ben Stywall 32/7 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 21/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 14/9 fráköst/6 varin skot, Arnþór Freyr Guðmundsson 10, Tómas Heiðar Tómasson 9, Hjalti Vilhjálmsson 8, Jón Sverrisson 5/5 fráköst, Sindri Kárason 4, Sigurður Þórarinsson 0, Leifur Arason 0, Trausti Eiríksson 0/5 fráköst, Einar Þórmundsson 0.
 
KFÍ: Craig Schoen 20/6 fráköst/6 stoðsendingar, Darco Milosevic 17/9 fráköst, Nebojsa Knezevic 17/5 fráköst, Carl Josey 13/13 fráköst, Daði Berg Grétarsson 12/5 stoðsendingar, Hugh Barnett 7/4 fráköst, Ari Gylfason 7, Pance Ilievski 2, Sigmundur Helgason 0, Hermann Óskar Hermannsson 0.
 
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jón Bender
 
 
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski Ægir Þór var grimmur á lokasprettinum.
 
Umfjöllun: Karl West Karlsson
Fréttir
- Auglýsing -