spot_img
HomeFréttirFjölnir tóku fyrsta sigurinn sannfærandi á útivelli (Umfj.)

Fjölnir tóku fyrsta sigurinn sannfærandi á útivelli (Umfj.)

22:17
{mosimage}
(mynd úr safni)

Fjölnir stefnir hraðleið upp í úrvalsdeild að ári eftir öruggan 10 stiga sigur á Val í fyrsta leik í úrslitaeinvígi þessara liða.  Fjölnismenn mættu kraftmeiri til leiks frá byrjun til enda og nánast gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta sem fór 14-30, gestunum í vil.  Valsmenn þurfa því að sækja sigur í Grafarvoginn á sunnudaginn ætli þeir sér að spila í úrvalsdeild að ári. Það voru hvorki færri né fleiri en 6 leikmenn Fjölnis sem skoruðu 10 stiga eða meira í leiknum en þar fór í broddi fylkingar Roy Smallwood sem var ekki langt frá tröllatvennunni með 16 stig og 18 fráköst.  Næstir voru Ægir Steinarsson með 16 stig og Sindri Kárason með 13 stig.  Hjá Val var Rob Hodgson með 20 stig en næstir voru Alexander Dungal með 13 stig og Hörður Hreiðarsson með 9 stig.

Fjölnismenn byrjuðu leikinn betur og voru komnir með 6 stiga forskot strax eftir um það bil tvær mínútur, 2-8.  Valsmenn voru að geiga á sínum skotum á meðan Fjölnismenn voru að nýta sín tækifæri gríðarlega vel.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður var forskot gestana komið í 12 stig, 2-14.  Við það tóku Valsmenn leikhlé.  Leikurinn var mjög hraður og bæði lið hlupu völlinn í hverja sókn.  Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum tók Bárður leikhlé fyrir Fjölnismenn en þá höfðu Valsmenn minnkað muninn niður í 9 stig, 5-14.  Skotin geiguðu alveg hreint ótrúlega hjá heimamönnum í fyrsta leikhluta en það var ekki fyrr en undir lok leikhlutans að Alexander Dungal náði að koma stigum á töfluna fyrir heimamenn.  Fjölnismenn höfðu þess vegna nokkuð myndarlegt forskot þegar flautað var til loka fyrsta leikhluta, 11-22.  Fjölnismenn voru þá með rúmlega 72% nýtingu en Valsmenn aðeins 25% nýtingu í tveggja stiga skotum.  

Heimamenn virtust vera búnir að finna körfuna í byrjun annars leikhluta og munurinn var kominn niður í 6 stig þegar rúmlega tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum, 20-26.  Fjölnismenn hleyptu þeim þó ekki mikið nær en það fyrr en Valsmenn náðu góðum kafla þegar leikhlutinn var hálfnaður.  Valsmenn skoruðu 4 stig á innan við 10 sekúndum og munurinn var kominn niður í 3 stig, 28-31.  Fjölnismenn voru þó ekki á því að gefa forskotið svo glatt en þeir héldu því þangað til flautað var til hálfleiks, 36-41.  Ægir Steinarsson, sem hefur vakið gríðarlega athygli í úrslitakeppninni hingað til, hélt uppteknum hætti og spilaði gríðarlega vel fyrir gestina í fyrri hálfleik.

Stigahæstur fyrir Fjölnismenn í hálfleik var Haukur Pálsson með 10 stig en næstir voru  Ægir Steinarsson með 9 stig og  Magnús Pálsson með 6 stig.  Hjá Valsmönnum var Alexander Dungal atkvæðamestur með 10 stig en næstir voru  Rob Hodgeson og Hörður Hreiðarsson með 7 stig hvor.  

Fjölnismenn mættu af gríðarlegum ákafa inn í þriðja leikhluta og skoruðu 8 stig gegn aðeins tveimur hjá heimamönnum á um það bil tveimur mínútum.  Sindri Kárason átti þar 6 af þeim 8 stigum.  Fjölnismenn voru ekki lengi að ganga á lagið og forskotið var komið upp í 14 stig eftir um það bil þrjár og hálfa mínútu, Valsmenn voru hreinlega ekki með í leiknum, 40-54.  Það leið þess vegna ekki á löngu þar til Valsmenn tóku leikhlé, en þá var leikhlutinn tæplega hálfnaður, 43-56.  Fjölniesmenn voru svo búnir að koma forskotinu upp í 20 stig þegar um það bil þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum, 43-63.  Fjölnismenn voru hreinlega að valta yfir heimamenn, bæði í vörn og sókn.  Gestirnir unni því þriðja leikhluta með 16 stigum, 14-30, og segja má að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum, 50-72.  

Valsmenn tóku leikhlé strax eftir tæplega þrjár mínútur af leik í fjórða leikhluta því lítið gekk að vinna á forskot gestana, 55-74.  Valsmenn virtust vinna smám saman á forskot gestana þegar leið á leikhlutan en alltaf fundu Fjölnismenn leið til að vinna upp það sem tapað hafði verið.  Munurinn á liðunum var minnst 14 stig, 60-74, en nær komust valsmenn ekki fyrr en Valur skoraði 5 stig í röð og náðu forskoti gestana niður í 10 stig, 74-84 þegar um það bil 2 mínútur voru eftir.  Bárður Eyþórsson var þá ekki lengi að byðja um leikhlé og tala sína menn til fyrir seinustu 2 mínútur leiksins.  Valsmenn náðu hins vegar ekki að vinna þann mun upp og höfðu gestirnir því á endanum 10 stiga sigur, 78-88.

Umfjöllun: Gísli Ólafsson
Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -