Fjölnir hefur gengið frá ráðningu leikmanna fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins en bæði Fjölnisliðin leika í 1. deild á komandi tímabili. Karlalið félagsins samdi við Daron Sims sem lék með West Georgia í annarri deild háskólaboltans í Bandaríkjunum.
Sims lék í Kanada síðasta vetur en komandi tímabil á Íslandi verður hans fyrsta í atvinnumennsku. Sims kemur ekki til landsins einsamall heldur mætti vopnaður kærustu sinni Mone Laretta Peoples sem mun leika menn kvennaliðinu og þreytti hún frumraun sína í gær þegar Fjölnir tapaði gegn Njarðvíkurkonum. Peoples var langatkvæðamest í liði Fjölnis með 27 stig og 4 stolna bolta.
Mynd/ Hjalti og Fjölnismenn hafa gengið frá ráðningu á Daron Sims sem verður með liðinu í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn mætir í Dalhús í Lengjubikarkeppni karla.