spot_img
HomeFréttirFjölnir leiðir einvígið 1-0

Fjölnir leiðir einvígið 1-0

Fjölnir sigraði Hamar nokkuð örugglega í Dalhúsum í kvöld þegar liðin áttust við í úrslitakeppni 1. deildar karla. Fjölnir leiðir einvígið 1-0 en sigra þarf þrjá leiki til að fara í lokaúrslit um sæti í úrvalsdeild á næsta tímabili. Næsti leikur liðanna fer fram í Hveragerði á föstudaginn næstkomandi.

Leikurinn var jafn framan af fyrsta leikhluta og skiptust liðin á að hafa forystu. Í stöðunni 13-15 komu 14 stig í röð frá heimamönnum í Fjölni og lögðu þeir þar með grunninn að sigrinum í kvöld. Fjölnir hélt áfram að auka forskotið og náði mest 25 stig forystu þegar skammt var liðið af seinni hálfleik. Hamarsmenn hrukku þá í gang og minnkuðu forystu heimamanna niður í 10 stig um miðjan lokafjórðunginn. Gestunum gafst ítrekað kostur á að koma muninum niður fyrir tveggja stafa töluna en allt kom fyrir ekki og Fjölnir landaði öruggum 12 stiga sigri, 88-76.

Marques Oliver var atkvæðamestur í annars jöfnu liði Fjölnis þar sem bæði stigaskor og mínútur dreifðust nokkuð vel á milli leikmanna. Hjá Hamri var það Christopher Woods sem dróg vagninn, skoraði 28 stig og tók 6 fráköst.

Stigaskor Fjölnis: Marques Oliver 17 stig/13 fráköst/5 stoðsendingar/5 varin skot, Egill Egilsson 13 sting/7 fráköst, Róbert Sigurðsson 12 stig/6 stoðsendingar, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 12 stig/4 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 11 stig/4 fráköst/4 stoðsendingar, Elvar Sigurðsson 9 stig, Bergþór Ægir Ríkharðsson 7 stig, Garðar Sveinbjörnsson 4 stig, Sindri Már Kárason 2 stig, Anton Bergmann Guðmundsson 1 stig, Alexander Þór Hafþórsson 0 stig, Þorgeir Freyr Gíslason 0 stig.

Stigaskor Hamars: Christopher Woods 28 stig/6 fráköst, Rúnar Ingi Erlingsson 12 stig, Snorri Þorvaldsson 8 stig, Örn Sigurðarson 7 stig/8 fráköst, Hilmar Pétursson 6 stig/4 fráköst/4 stoðsendingar, Erlendur Ágúst Stefánsson 5 stig/7 fráköst, Oddur Ólafsson 5 stig/4 fráköst, Smári Hrafnsson 5 stig/4 fráköst, Guðjón Ágúst Guðjónsson 0 stig, Bjarki Friðgeirsson 0 stig, Kristinn Ólafsson 0 stig, Björn Ásgeir Ásgeirsson 0 stig.

Tölfræði leiks

Myndir úr leik

Fréttir
- Auglýsing -