16:36
{mosimage}
Strákarnir í Fjölni urðu Íslandsmeistarar í 11. flokki í dag þegar þeir lögðu Fjölni að velli 61-59. Þessi lið hafa deilt með sér Íslandsmeistaratitlinum í þessum flokki undanfarin ár og er þetta árið í röð sem þau spila til úrslita. Njarðvík hafði betur 2007 og 2008 en nú var komið að Fjölni að innbyrða sigur.
Besti maður leiksins var Haukur Helgi Pálsson en hann var með tröllatvennu fyrir Fjölnir. Skoraði 25 stig og tók 22 fráköst ásamt því að gefa 6 stoðsendingar og stela 5 boltum.
Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda og til að byrja með skiptust liðin á að hafa forystuna. Njarðvík leiddi 18-20 eftir fyrsta leikhluta en Haukur Pálsson jafnaði leikinn 18-18 með þriggja-stiga körfu áður en Stefán Thordarsen kom þeim grænu yfir á ný með flautukörfu.
Í öðrum leikhluta náðu Fjölnismenn að jafna á ný og komast yfir. Þeir grænu voru aldrei langt undan. Styrmir Fjeldsted átti síðustu stig fyrri hálfleiks þegar hann minnkaði muninn í fjögur stig 34-30 og Fjölnir fór með forystuna inn í hálfleik.
{mosimage}
Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri allt í járnum og hvorugt liðið tilbúið að gefast upp. Fjölnir náði þó aðeins að auka muninn en aldrei neitt að ráði og Valur Valsson minnkaði muninn í sex stig fyrir lokaleikhlutann 46-40.
Í fjórða leikhluta minnkaði bilið með liðunum og á lokamínútum leiksins var varnarleikur liðanna í fararbroddi en bæði lið áttu í erfiðleikum að finna leið að körfunni. Njarðvíkingar fengu ótal tækifæri til að jafna leikinn en það tókst ekki og að lokum fóru Grafarvogsbúar með sigur.
Stigahæstur hjá Fjölni var Haukur Pálsson með 25 stig og Elvar Sigurðsson skoraði 16 stig.
Hjá Njarðvík var Styrmir Fjeldsted stigahæstur en hann skoraði 18 stig og Andri Freysson var með 12.
myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}